Framsókn

Jakobína Elva ráðin framkvæmdarstjóri hjá Starfsendurhæfingu NorðurlandsJakobína tekur við lyklavöldum hjá formanni stjórnar STN, Soffíu Gísladóttur.

Jakobína Elva ráðin framkvæmdarstjóri hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands

Jakobína Elva Káradóttir er nýráðinn framkvæmdastjóri við Starfsendurhæfingu Norðurlands.

Hún tekur við af Geirlaugu Björnsdóttur, sem stýrt hefur SN frá upphafi. Hlutverk Starfsendurhæfingar Norðurlands er að veita einstaklingum starfsendurhæfingu, sem hafa verið utan atvinnuþátttöku í einhvern tíma, til að mynda vegna veikinda, slysa eða félagslegra aðstæðna og eru að vinna að endurkomu út á vinnumarkaðinn.

Jakobína starfaði áður sem forstöðumaður Plastiðjunnar Bjargs Iðjulundar. Hún er menntaður félagsráðgjafi með BA próf í lögfræði ásamt námi í sálgæslu á meistarastigi og hefur að auki víðtæka reynslu á sviði félagsmála og starfsendurhæfingar.

Jakobína segir það  mikla áskorun að starfa á þessu sviði. Hún tekur við framkvæmdarstjórastarfinu af auðmýkt og hlakkar til að takast á við þau verkefni sem starfinu fylgja. Jakobína hóf störf í gær, þann 1. október.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó