Jafntefli hjá KA og KA/Þór

Jafntefli hjá KA og KA/Þór

Handboltalið KA og KA/Þór gerðu jafntefli í leikjum sínum í Olísdeildunum í dag og í gær. KA/Þór er eftir umferðina á toppnum með eins stigs forskot á Fram í öðru sæti.

KA menn tóku á móti Selfyssingum í KA heimilinu í gær en leiknum lauk með 24-24 jafntefli. KA menn eru í sjötta sæti með 15 stig, jafn mörg stig og Afturelding í fimmta sætinu og einu stigi á eftir Selfossi í því fjórða.

KA/Þór fengu Hauka í heimsókn til sín í KA heimilið í dag. Leiknum lauk með 27-27 jafntefli. Rut Arnfjörð Jónsdóttir var markahæst í liði KA/Þór með 11 mörk.

Mynd: KA.is/Egill Bjarni

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó