beint flug til Færeyja

Jafntefli í Akureyrar slagnum

Jafntefli í Akureyrar slagnum

Fyrsti leikur KA og Akureyrar átti sér stað í kvöld í KA-heimilinu. Gríðarleg stemning var í húsinu en 1078 áhorfendur komu og sáu leikinn.

Akureyri byrjaði leikinn betur og var tveimur mörkum yfir í hálfleik 10 – 12. KA menn komu grimmari í síðari hálfleik og náðu að jafna leikinn fljótlega.
Síðastu 15 mínúturnar voru jafnar og skiptust liðin á að vera í forustu. KA menn voru með eins marks forustu þegar um 20 sekúndur voru eftir af leiknum en þá jafnaði Hafþór Már fyrir Akureyri 20-20 lokatölur, en Hafþór endaði með flest mörk Akureyar 6 talsins. Markmenn liðana, Jovan Kukobat hjá KA og Arnar Þór Fylkisson hjá Akureyri, áttu báðir mjög góðan dag og vörðu vel.

Mörk KA: Ólaf­ur Jó­hann Magnús­son 4, Jón Heiðar Sig­urðsson 4, Dag­ur Gauta­son 4, Elf­ar Hall­dórs­son 3, Jó­hann Ein­ars­son 2, Andri Snær Stef­áns­son 2, Sigþór Árni Heim­is­son 1.

Mörk Ak­ur­eyr­ar: Hafþór Már Vign­is­son 6, Pat­rek­ur Stef­áns­son 5, Brynj­ar Hólm Grét­ars­son 4, Friðrik Svavars­son 2, Karol­is Strp­us 2, Igir Kopys­hnyskyi 1.

Akureyri fékk 5, 2 mínútna brottvísanir á móti 4 hjá KA. Þá fékk KA 6 víti en Akureyri 3.

 

UMMÆLI

Sambíó