Nýliðar Pepsi-deildar karla í fótbolta, KA og Grindavík, eru þessa dagana stödd á Spáni í æfingaferð og búa sig undir átökin í Pepsi deildinni sem fer af stað innan skamms. Liðin léku æfingaleik á dögunum sem KA burstaði 4-0. Liðin mættust að nýju í gær og enduðu leikar með 2-2 jafntefli.
Sjá einnig: KA burstaði Grindavík á Spáni
KA gerði ellefu breytingar á byrjunarliðinu frá fyrri leiknum og fengu yngri leikmenn að spreyta sig í auknum mæli í þetta skiptið.
Daníel Hafsteinsson kom KA yfir í fyrri hálfleik en Grindvíkingar jöfnuðu í byrjun síðari hálfleiks. Frosti Brynjólfsson skoraði annað mark KA eftir rúmlega klukkutíma leik en Grindvíkingum tókst aftur að jafna skömmu fyrir leikslok.
Byrjunarlið KA: Aron Dagur Jóhannsson; Bjarki Þór Viðarsson, Davíð Rúnar Bjarnason, Bjarni Aðalsteinsson, Ívar Örn Árnason; Ólafur Aron Pétursson, Archange Nkumu; Frosti Brynjólfsson, Halldór Hermann Jónsson, Daníel Hafsteinsson; Áki Sölvason.
UMMÆLI