Viðmælendur í vikulegum þáttum á sjónvarpsstöðinni N4 voru samtals 817 af þeim voru 405 karlar og 412 konur. Þáttastjórnendur á stöðinni árið 2018 voru 16 talsins 8 karlar og 8 konur.
„Við erum alla daga árisins meðvituð um það að hafa kynjahlutföllin jöfn og fylgjumst náið með því að því markmiði sé náð. Við skráum með markvissum hætti kynjahlutföll í okkar þáttum og höfum gert síðustu ár,“ segir í tilkynningu.
Hlutfall eftir þáttum:
Viðmælendur í vikulegum þáttum stöðvarinnar, Föstudasgþættinum og Að Norðan
817 viðmælendur – 405 karlar og 412 konur
Á árinu voru gerðir 36 þættir Að Austan og Að Vestan
258 viðmælendur – 134 karlar og 124 konur
Uppskrift að góðum degi
24 viðmælendur – 13 karlar og 11 konur
Landsbyggðalatté
44 viðmælendur – 23 karlar og 21 kona
Garðarölt
17 viðmælendur – 6 karlar og 11 konur