NTC

Jafnt hjá Þór 2 og Magna

Jóhann Þórhallson skoraði gegn Þór.

Jóhann Þórhallson skoraði gegn Þór.

Þór 2 og Magni skildu jöfn í síðari leik dagsins í Kjarnafæðismótinu í fótbolta þar sem lokatölur urðu 1-1.

Mótið hófst í dag með leik KA og Leiknis frá Fáskrúðsfirði þar sem KA-menn völtuðu yfir Fáskrúðsfirðinga.

Sjá einnig: KA kjöldró Leikni í Boganum

Annar flokkur Þórs og Magnamenn eru í sama riðli og það voru Grenvíkingar sem komust yfir eftir rúmlega hálftíma leik með marki Jóhanns Þórhallssonar. Marinó Snær Birgisson jafnaði metin og þar við sat þó bæði lið hafi fengið góð færi til að gera út um leikinn.

Úrslit dagsins í Kjarnafæðismótinu

Þór 2 1-1 Magni

0-1 Jóhann Þórhallsson (´38)

1-1 Marinó Snær Birgisson (´69)

KA 8-1 Leiknir F.

Mörk KA: Hrannar Björn Steingrímsson, Elfar Árni Aðalsteinsson, Ívar Örn Árnason, Almarr Ormarsson, Pétur Heiðar Kristjánsson, Frosti Brynjólfsson, Ólafur Aron Pétursson og Áki Sölvason.

Mark Leiknis: Almar Daði Jónsson

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó