Í dag hófst jafnréttisvika í Menntaskólanum á Akureyri. Á vef skólans segir að eitt og annað verði á dagskrá næstu daga í tilefni jafnréttisvikunnar í boði Femínistafélags MA, Jafnréttisfélags MA og skólafélagsins Hugins.
Dagskránna má skoða nánar hér: Jafnréttisvika í MA 20. – 24. janúar
Dagskráin hófst í Kvosinni í dag með fyrirlestri Ágústu Björgu Kettler Kristjánsdóttur. Fyrirlesturinn bar yfirskriftina Kynlífsmenning framhaldsskólanema – samþykki, samskipti og menning. Fyrirlestur Ágústu er byggður á meistararitgerð hennar en auk þess kennir Ágústa kynjafræði í Kvennaskólanum.