Gæludýr.is

Jaðarsetning fólks af erlendum uppruna í brennidepli á Jafnréttisdögum í HA

Jaðarsetning fólks af erlendum uppruna í brennidepli á Jafnréttisdögum í HA

Dagana 12. – 15. febrúar verða Jafnréttisdagar haldnir í öllum háskólum landsins. Þema Jafnréttisdaga í ár er inngilding, jaðarsetning og aðför að mannréttindum. Fjölmargir spennandi viðburðir verða í boði, bæði í streymi og í háskólum. Háskólinn á Akureyri tekur venju samkvæmt virkan þátt í dögunum og er dagskráin öllum opin.

Opnunarviðburður Jafnréttisdaga sem nefnist Inngilding í stjórnmálum – Hvað getum við gert betur? verður mánudaginn 12. febrúar kl. 12:00 og verður streymt á Facebook síðu Jafnréttisdaga.

Dagskrá með aðkomu HA á Jafnréttisdögum:

  • Þriðjudaginn 13. febrúar mun Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins vera með erindið: Staða fólks með örorkumat, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk þar sem hún greinir frá niðurstöðum nýlegrar skýrslu um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi í stofu M102 og í streymi.
  • Miðvikudaginn 14. febrúar fer fram málstofa um ADHD. Jóna Kristín Gunnarsdóttir, grunnskólakennari og starfsmaður ADHD samstakanna mun flytja erindið: ADHD í námi og daglegu lífi. Málstofan er haldin á vegum Stúdentafélags Háskólans á Akureyri í stofu M101 og í streymi.
  • Hver elskar ekki HA vöfflur? Fimmtudaginn 15. febrúar kl. 09:30-10:00 verður boðið upp á vöfflur í Miðborg og umræður um jafnréttismál til að hita upp fyrir lokaviðburð Jafnréttisdaga í HA.
  • Lokaviðburður Jafnréttisdaga í HA fer fram fimmtudaginn 15. febrúar með málstofunni: Jaðarsetning fólks af erlendum uppruna. Fyrirlesarar verða Eva María Ingvadóttir, aðjúnkt við Auðlindadeild HA og ráðgjafi fjölmenningar hjá Akureyrarbæ, Fayrouz Nouh, doktorsnemi við HÍ og Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, sérfræðingur hjá Rannís. Fundarstjóri verður Anna Lilja Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu sem mun jafnframt kynna herferðina Meinlaust. Viðburðurinn mun fara fram á íslensku og ensku í stofu M101 og í streymi.

Yfirlit yfir alla viðburði á HA á Jafnréttisdögum má nálgast hér. Á nýjum vef Jafnréttisdaga má svo nálgast ítarlegri dagskrá.

Sambíó
Sambíó