Gæludýr.is

Ítreka bón sína um að Akureyrarbær fjárfesti í mæli til að fylgjast með útblæstri skemmtiferðaskipaMynd: Angantýr Ómar Ásgeirsson

Ítreka bón sína um að Akureyrarbær fjárfesti í mæli til að fylgjast með útblæstri skemmtiferðaskipa

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur ítrekað bón sína um að Akureyrarbær fjárfesti í mæli til að fylgjast með útblæstri skemmtiferðaskipa. Töluverður reykur lá yfir bænum í morgun vegna útblásturs skemmtiferðaskipa í Akureyrarhöfn. Þetta kemur fram í umfjöllun RÚV.

Um 200 þúsund ferðamenn sækja Akureyri heim í sumar með rúmlega 200 skemmtiferðaskipum. Oftar en ekki er fleiri en eitt skip í höfn hverju sinni og þá getur, í vissum veðurskilyrðum, hvít slikja lagst yfir hluta bæjarins.

Pétur Ólafsson, hafnarstjóri hjá Akureyrarhöfn, segist í samtali við RÚV hafa litlar áhyggjur af stöðunni og að þróunin sé í rétta átt. Hann segir að fjöldi skipa sem komi núna til Íslands séu með mjög fullkominn hreinsibúnað sem hreinsi útblásturinn um 98 prósent. þróunina í rétta átt og hefur litlar áhyggjur af stöðunni. „Þannig að oft á tíðum er þetta bara gufa sem kemur út í loftið en menn náttúrlega vissulega halda að það sé mengun allt saman en svo er ekki,” segir Pétur í samtali við RÚV.

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra ítrekaði í sumar beiðni þess efnis að keyptur yrði færanlegur loftgæðamælir sem fyrsta var send til bæjaryfivalda árið 2019. Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins, segir í samtali við RÚV að nefndin hafi talað fyrir daufum eyrum bæjaryfirvalda og ítrekar bónina enn á ný. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó