Íþróttafólk á Akureyri skarar fram úr á ýmsum sviðum

Akureyringar hafa náð frábærum árangri í íþróttum á árinu. Nú þegar árinu er að ljúka hafa verið veittar viðurkenningar fyrir afburða árangur í hinum ýmsu íþróttahreyfingum og hafa Akureyringar verið áberandi.

Eva María Karvelsdóttir

Eva María Karvelsdóttir úr Skautafélagi Akureyrar var á dögunum valin skautakona ársins af Íshokkísambandi Íslands. Eva náði spilaði vel með Ásynjum á árinu og var auk þess valin besti varnarmaður Heimsmeistaramótsins í íshokkí sem fór fram á Akureyri í febrúar.

Björk Óðinsdóttir

Í Ólympískum lyftingum varð Björk Óðinsdóttir fyrsta konan frá Akureyri til þess að keppa á Heimsmeistaramóti. Hún bætti tvö Íslandsmet með lyftum sínum ásamt því að bæta Íslandsmet í samanlögðum árangri. Björk var valin Lyftingakona KFA 2017. Viktor Samúelsson er  stigahæsti kraflyftingamaður ársins með 597.79 wilks en wilks er stuðull sem notaður er til þess að bera saman styrk kraftlyftingamanna í keppnum. Auk þess hefur Viktor slegið 13 norðurlandamet og fimm þeirra hafa ekki enn verið slegin út. Viktor var valinn Kraftlyftingamaður KFA 2017.

Anna Soffía og Alexander

Anna Soffía Víkingsdóttir úr KA var valin júdókona ársins  á uppskeruhátið Júdósambands Íslands. Þá var Alexander Heiðarsson valinn efnilegasti júdómaður Íslands.

Í siglingum skaraði Björn Heiðar Rúnarsson úr Nökkva, félagi siglingamanna á Akureyri, fram úr og var valinn siglingamaður ársins lokahófi hjá Siglingasambandi Íslands. Þá var Ísabella Sól Tryggvadóttir, einnig úr Nökkva, valin siglingaefni ársins.

Aron Einar Gunnarsson varð annar í kjöri á knattspyrnumanni ársins og Tryggvi Snær Hlinason frá Svartárkoti í Bárðardal varð annar í kjöri á körfuknattleiksmanni ársins. Tryggvi lék með Þór Akureyri í upphafi árs en gekk til liðs við Valencia á Spáni í sumar.

Hin 11 ára Ísold Fönn fyrst Íslendinga til að sigra alþjóðlegt mót á listskautum. Kafli Halldórs Helgasonar í snjóbrettamyndinni Arcadia vann til verðlauna og sex leikmenn úr KA komust í úrvalslið í blaki.

Það er því ljóst að það er flókið verkefni fyrir höndum þegar valið verður Íþróttafólk Akureyrarbæjar árið 2017.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó