Framsókn

Ísold Fönn og Marta María slá í gegn í listhlaupi á skautum

Íslandsmeistarar á Íslandsmeistaramótinu 2017. Frá vinstri: Júlía Grétarsdóttir, SB – Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, SA – Marta María Jóhannsdóttir, SA. Mynd: Skautasamband Íslands.

Eins og Kaffið greindi frá á mánudaginn var Íslandsmeistaramótið í listhlaupi á skautum haldið síðastliðna helgi. Yfir helgina féllu hin ýmsu met í íþróttinni en það voru þær Marta María Jóhannsdóttir, er keppir í Junior-flokki og Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, er keppir í Advanced Novice flokki, sem voru stjörnur mótsins.

Marta María Jóhannsdóttir varð fyrst til að ná tæknistigsviðmiði í Afrekshóp.

Marta María Jóhannsdóttir varð fyrsti skautarinn til þess að ná tæknistigsviðmiði í stuttu prógrammi inn í Afrekshóp. Tæknistigsviðmiðin í stuttu prógrammi eru 20 stig og Marta náði því viðmiði með 20,37 stig. Þetta telst mjög góður árangur hjá skautara sem er aðeins á sínu öðru móti í þessum keppnisflokki.

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir rauf alla stigamúra sem hægt var að rjúfa á mótinu en hún varð fyrsti skautarinn í þessum flokki til að rjúfa hundarstigamúrinn. Hún sló þá einnig met fyrir tæknistig í stuttu prógrammi, frjálsu prógrammi og heildarstigafjölda.

Ísold Fönn lenti fullsnúið, þrefalt toe-loop, í fyrsta skipti hér á landi.

Í fyrsta skipti á Íslandi þá sást fullsnúið og lent þrefalt toeloop í keppni. Þetta er nýtt stökkmet en þreföld stökk eru mjög sjaldséð hérlendis og hafa skautarar, þangað til nýlega, ekki verið að stökkva þreföld stökk í keppni. Síðastliðin áratug hafa eingöngu tvöföld stökk sést í keppnum. Það var hún Ísold Fönn sem sló einnig þetta stökkmet.

Það er óhætt að segja að miklar framfarir eru að eiga sér stað í listhlaupi á skautum á Íslandi og verður spennadi að fylgjast með þeim Mörtu Maríu og Ísold Fönn í framhaldinu.

Sjá einnig: 

Akureyrskar stelpur ná ótrúlegum árangri erlendis í listhlaupi

SA stelpur í listhlaupi með frábæran árangur á Íslandsmeistaramótinu

Ísold Fönn sigrar Evrópu aðeins 10 ára gömul

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó