Heimsmeistaramótið í handbolta hófst í gær þegar gestgjafar Frakklands völtuðu yfir Brasilíumenn. Í kvöld leikur íslenska landsliðið sinn fyrsta leik á mótinu og er verðugt verkefni framundan þar sem geysisterkt lið Spánverja bíður.
Geir Sveinsson er landsliðsþjálfari og hann hefur valið 15 manna hópinn sem hefur leik á HM en eitt sæti verður opið og hægt að bæta inn sextánda leikmanni á meðan mótinu stendur.
Sjá einnig: Fimm Akureyringar í landsliðshópnum
Í æfingahópi Geirs voru 28 leikmenn og þar af fimm Akureyringar. Þrír þeirra verða í eldlínunni í kvöld en Geir Guðmundsson og Sveinbjörn Pétursson voru meðal þeirra sem duttu út á dögunum.
Arnór Atlason, Arnór Þór Gunnarsson og Guðmundur Hólmar Helgason eru hins vegar allir í hópnum og munu væntanlega leika stórt hlutverk á mótinu. Hér fyrir neðan má sjá íslenska landsliðshópinn í heild sinni.
Markverðir
Aron Rafn Eðvarðsson SG BBM Bietigheim
Björgvin Páll Gústavsson Die Bergische Handball Club
Línumenn
Arnar Freyr Arnarsson IFK Kristianstad
Kári Kristján Kristjánsson ÍBV
Vinstri hornamenn
Bjarki Már Elísson Fuchse Berlin
Guðjón Valur Sigurðsson Rhein-Neckar Löwen
Hægri hornamenn
Arnór Þór Gunnarsson Die Bergische Handball Club
Vinstri skytttur
Guðmundur Hólmar Helgason Cesson Rennes
Ólafur Andrés Guðmundsson IFK Kristianstad
Leikstjórnendur
Arnór Atlason Aalborg Håndbold
Gunnar Steinn Jónsson IFK Kristianstad
Janus Daði Smárason Haukar
Hægri skyttur
Ásgeir Örn Hallgrímsson Nimes
Ómar Ingi Magnússon Aarhus Håndbold
Rúnar Kárason TSV Hannover/Burgdorf
Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 19:45 og verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpi allra landsmanna, RÚV.
Sjá einnig
Arnór Atlason í nærmynd – Ólíklegt að maður endi í Þórsbúningnum
UMMÆLI