Íslandsmótið í strandblaki haldið í Kjarnaskógi um helginaAðstaðan í Kjarnaskógi er orðin einhver sú besta á landinu

Íslandsmótið í strandblaki haldið í Kjarnaskógi um helgina

Íslandsmótið í strandblaki fer fram í Kjarnaskógi á Akureyri um helgina en aðstaðan í Kjarnaskógi er orðin einhver sú besta á landinu með 4 velli. Margar af helstu blakkempum landsins taka þátt og má búast við mikilli spennu á þessu stærsta strandblaksmóti ársins.

Mótið hefst á morgun, föstudag, klukkan 18:00 og lýkur um 14:00 á sunnudeginum með úrslitaleikjum karla og kvenna. Kvennamegin þá er keppt í þremur deildum en karlamegin er leikið í einni deild sem skipt er upp í tvo riðla.

Allar upplýsingar um leikjaröðun má sjá á heimasíðunni stigakerfi.net og þá stefnir KA-TV á að sýna beint frá mótinu en hægt er að nálgast KA-TV á heimasíðu ka.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó