Um næstu helgi fyllist KA heimilið af hressum blakkrökkum þegar KA heldur Íslandsmót í 4., 5. og 6. flokki. Tæplega 40 lið eru skráð til keppninnar sem stendur yfir bæði laugardag og sunnudag. Mótið fer fram í KA heimilinu og Íþróttahöllinni.
Æfingahópur U16 landsliðs stúlkna mun auk þess taka þátt í mótinu sem gestalið en einnig verða æfingar hjá hópnum um helgina undir stjórn Daniele Capriotti landsliðsþjálfara.
Það verður því mikið blakfjör um komandi helgi og hvetjum við alla sem áhuga hafa að kíkja við í KA heimilinu eða Íþróttahöllinni og sjá efnilega blakara framtíðarinnar.
UMMÆLI