Íslandsmeistarar fjórða skiptið í röð eftir stórsigur

Íslandsmeistarar fjórða skiptið í röð eftir stórsigur

Skautafélag Akureyrar tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí karla í fjórða skiptið í röð. Liðið vann öruggan sigur gegn SR í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmótins í Skautahöllinni í Reykjavík í gær.

Þetta er 23. Íslandsmeistaratitill SA en önnur lið hafa samtals unnið titilinn sjö sinnum. SA sigraði leikinn í gær örugglega 9-1. Þeir gerðu út um leikinn í öðrum leikhluta þegar að þeir skoruðu þrjú mörk á þremur mínútum.

Róbert Hafberg og Derric Gulay skoruðu tvö mörk fyrir SA í gær. Þá skoruðu Hafþór Sigrúnarson, Heiðar Kristveigarson, Unnar Rúnarsson, Ormur Jónsson og Matthías Stefánsson eitt mark hvor.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó