NTC

Ísland sendir í fyrsta skipti fulltrúa á HM á snjóbrettumMynd: ski.is.

Ísland sendir í fyrsta skipti fulltrúa á HM á snjóbrettum

Skíðasamband Íslands tilkynnti í gær um val sitt í landslið Íslands í skíðagreinum og tilkynnti þar jafnframt að stefnt væri að því Ísland myndi senda þátttakendur á heimsmeistaramótið á snjóbrettum í fyrsta sinn.

Heims­meist­ara­mótið kemur til með að fara fram í þrem­ur grein­um; alpa­grein­um, snjó­brett­um og skíðagöngu.

Í landsliði Íslands á snjóbretti eru þeir Baldur Vilhelmsson, Benedikt Friðbjörnsson og Marinó Kristjánsson en Baldur og Benedikt búa á Akureyri.

„Það er að sjálfsögðu kominn spenna hjá strákunum. Þeir hafa verið að fikra sig upp heimslistann undanfarin ár með góðum árangri á mótum erlendis,“ sagði Friðbjörn Benediktsson, formaður snjóbrettanefndar SKÍ í samtali við Fréttablaðið í dag. Hann segir þetta hafa verið markmiðið að senda þátttakendur á HM frá því að snjóbrettadeildin var stofnuð innan SKÍ árið 2011. Það kemur sér vel að nægur tími er til undirbúnings en keppnin fer fram í Zhangjiakou í Kína á næsta ári.

Landsliðshópana má sjá hér að neðan:

Alpa­grein­ar

A-landslið
María Finn­boga­dótt­ir
Sturla Snær Snorra­son

B-landslið
Aðal­björg Lilly Hauks­dótt­ir
Bjarki Guðmunds­son
Georg Fann­ar Þórðar­son
Gauti Guðmunds­son
Hólm­fríður Dóra Friðgeirs­dótt­ir
Katla Björg Dag­bjarts­dótt­ir
Sig­ríður Dröfn Auðuns­dótt­ir

Skíðaganga

A-landslið
Al­bert Jóns­son
Isak Stian­son Peder­sen
Snorri Eyþór Ein­ars­son

B-landslið
Dag­ur Bene­dikts­son
Kristrún Guðna­dótt­ir

Snjó­bretti

Landslið
Bald­ur Vil­helms­son
Bene­dikt Friðbjörns­son
Marinó Kristjáns­son

Sambíó

UMMÆLI