NTC

Ísland – Noregur í kirkjum á Norðurlandi

Ísland – Noregur í kirkjum á Norðurlandi

Eyþór Ingi Jónsson, organisti við Akureyrarkirkju og Harald Skullerud, þjóðlagaslagverksleikari frá Noregi, halda þrenna þjóðlagatónleika í vikunni.

Á tónleikunum leika þeir fyrst og fremst þjóðlög frá Íslandi og Noregi, spinna yfir þau og notast við eigin útsetningar. Þjóðlagastílar landanna verða sameinaðir en einnig má heyra áhrif frá öðrum tónlistarstefnum.

Eyþór og Harald hafa starfað nokkru sinnum saman áður í tengslum við kammerkórinn Hymnodiu, en Harald hefur komið fram með kórnum á 7 tónleikum og spilað með honum inn á plötu.

Eyþór mun leika á harmóníumorgel á öllum tónleikunum, en einnig á pípuorgel á tónleikunum á Ólafsfirði og Akureyri. Slagverk Haralds er blanda af hljóðfærum úr öllum áttum. Einkennishljóðfæri hans er þurrkað Calabash grasker, sem hann leggur ofan á bassatrommu.

Harald Skullerud hefur starfað að þjóðlagatónlist víða um heim. M.a á Grænlandi, Palestínu og V-Afríku. Hann hefur undanfarið starfað mikið með samískum jojk söngvurum.

Eyþór Ingi Jónsson hefur unnið mikið með þjóðlagatónlist undanfarin ár, sérstaklega með Hymnodiu, Elvý G. Hreinsdóttur og Láru Sóleyju Jóhannsdóttur. Harmóníumorgelið er hans þjóðlagahljóðfæri.

Tónleikarnir fara fram í Grenjaðarstaðarkirkju í Aðaldal, fimmtudaginn 19. janúar kl. 20.30 Akureyrarkirkju, föstudaginn 20. janúar kl. 20 Ólafsfjarðarkirkju, laugardaginn 21. janúar kl. 21.  Aðgangseyrir er 2000 kr 

Sambíó

UMMÆLI