Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí undirbýr sig nú af krafti fyrir Heimsmeistaramótið sem fram fer á Akureyri og hefst næstkomandi mánudag.
Í kvöld mætti íslenska liðið því nýsjálenska í æfingaleik í Skautahöllinni á Akureyri en liðin eru bæði í sömu deild og munu því mætast á HM í næstu viku.
Ísland vann 4-2 sigur á þeim nýsjálensku og voru þrír Akureyringar á meðal markaskorara. Birna Baldursdóttir skoraði fyrsta mark Íslands og þær Eva María Karelsdóttir og Sunna Björgvinsdóttir náðu einnig að koma pökkinum í mark Nýja-Sjálands.
Markaskorarar Íslands: Birna Baldursdóttir 1, Eva María Karelsdóttir 1, Sunna Björgvinsdóttir 1, Kristín Ingadóttir 1.
Tólf af 22 leikmönnum landsliðsins koma úr Skautafélagi Akureyrar auk þess sem fleiri Akureyringar, sem nú leika erlendis, eru í hópnum. Kaffið mun því fjalla vel um mótið og á morgun birtum við viðtal við Birnu Baldursdóttur, sem er í lykilhlutverki í landsliðinu líkt og undanfarin ár.
Sjá einnig
UMMÆLI