Íshokkíleik flautað af þegar svellið bráðnaði

Mynd: Elvar P.

Íslandsmeistararnir Ynjur tóku á móti Ásynjum í Skautahöllinni á Akureyri í síðustu viku í fyrsta grannaslag tímabilsins í Hertz-deild kvenna. Þegar leikurinn var rúmlega hálfnaður þurfti þó að blása leikinn af vegna afar sjaldgæfs atviks þegar að heitt vatn fór að leka úr hitavatnsslöngu. Vatnið lak undir rammann á svellinu og gerði í kjölfarið gat á hluta af svellinu.
Þar sem ekkert þessu líkt hafði komið upp áður var ekki alveg vitað hvernig ætti að bregðast við og í fyrstu var leiknum aðeins frestað, þegar staðan var 2:1 fyrir Ásynjum.
Þegar málið var skoðað nánar kom í ljós í reglugerð um ófyrirséð atvik í leikjum meistaraflokka að staðan í leiknum skuli standa sem úrslit hans hafi meira en helmingur leiksins þegar verið leikinn. Ásynjur enduðu því með þrjú stig eftir þennan leik.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó