NTC

Ísbúðin Brynja á Akureyri fær andlitslyftingu

Ísbúðin Brynja á Akureyri fær andlitslyftingu

Ísbúðin Brynja, eitt af kennileitum Akureyrar, mun á næstunni ganga í gegnum talsverða endurnýjun. Eftir breytingar verður hægt að sitja inni í ísbúðinni og njóta með vinum og fjölskyldu.

Brynju verður lokað í allt að tvær vikur frá og með mánudeginum 14. mars vegna framkvæmda. Eftir framkvæmdir verður svo blásið til opnunarhátíðar í nýrri Brynju ísbúð.

Hér að neðan má sjá mynd af því hvernig ísbúðin mun koma til með að líta út eftir framkvæmdir.

Sambíó

UMMÆLI