Gæludýr.is

Ísbúðin á Akureyri fagnar 10 ára afmæli

Ísbúðin á Akureyri fagnar 10 ára afmæli

Ísbúðin Akureyri fagnar 10 ára afmæli í dag, miðvikudaginn 17. maí. Ísbúðin var stofnuð árið 2013 af Eyþóri Ævari Jónssyni og Grétu Björk Eyþórsdóttir og hefur hún verið í þeirra eigu síðan. 

„Það hefur gengið mjög vel, fyrirtækið vex jafnt og þétt og það nýjasta hjá okkur er booztbar innan Ísbúðarinnar í Geislagötunni, en þar bjóðum við upp á skyrskálar og boozt ásamt samlokum og ferskum djúsum. Gunnar og Rannveig hjá FA Fitness hafa reiknað út öll næringargildi yfir það sem er fáanlegt þar,“ segja Eyþór og Gréta.

„Það er margt sem stendur upp úr, en við værum ekki á þessum stað í dag nema fyrir fyrirmyndar starfsfólk sem við höfum haft í gegnum árin og okkar frábæru diggu viðskiptavini.“ 

„Á afmælisdaginn sjálfan verðum við með 40 prósent afslátt af bragðaref, shake og krapi. Næstu daga munu svo koma inn ný tilboð og hvetjum við alla til að fylgja okkur á samfélagsmiðlum. Laugardaginn 20. maí munu Benedikt búálfur og Dídí mannabarn heimsækja okkur og vera með skemmtun kl 13.30.“

„Við horfum björtum augum til framtíðarinnar og hlökkum til að halda áfram að bjóða upp á úrvals ís og hollar og góðar vörur á booztbarnum.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó