NTC

Ísak Andri Bjarnason er nýr heimsmeistari á snjóskautum

Mynd: Axel Þórhallsson

Iceland Winter Games (IWG) hátíðin var haldin í Hlíðarfjalli dagana 23.-25. mars en um alþjóðlega vetraríþróttahátíð er að ræða. Keppendur komu víðsvegar að úr heiminum, meðal annars frá Kanada, Bandaríkjunum, Noregi, Ungverjalandi, Austurríki og fleiri Evrópu löndum.

Aðalviðburður á leikunum í ár var keppni á Snjóskautum eða Sled Dogs Snowskates sem nefnist Bonefight og er þetta er í fyrsta skipti sem keppt er í þessari íþrótt á Íslandi. Akureyringurinn Ingi Freyr Sveinbjörnsson sem byrjaði  sinn feril á skautunum í Hlíðarfjalli var heimsmeistari í íþróttinni fyrir mótið um síðustu helgi.

Nýr heimsmeistari var krýndur í Hlíðarfjalli um helgina og það var annar Íslendingur sem tók titilinn Ísak Andri Bjarnason sem er ungur Akureyringur.

Margir af þeim keppendum sem eru að koma á IWG vegna Sled Dogs eru gríðarlega stór nöfn í skautaheiminum og þá sérstaklega hokkíi en Snjóskauta íþróttin er mjög vinsæl meðal hokkíleikmanna. Það var einmit íshokkíkona Akureyarbæjar árið 2017, Eva María Karvelsdóttir, sem sigraði keppnina í kvennaflokki.

Einnig var keppt í fjallahjólabruni í bröttustu brekku skíðasvæðisins, vélsleðaspyrnu og snjócrossi á vélsleðum. Þá var Íslandsmeistaramót í snjóblaki haldið í fyrsta skipti á Íslandi.

Hér að neðan eru úrslit úr keppnum helgarinnar á Icelandic Winter Games 2018.

 Úrslit úr Vélsleða Snocrossi Team 23

Byrjendur

  1. Björgvin Valur Grant
  2. Guðmundur Hauksson
  3. Sverrir Örn Magnússon

Sport flokkur

  1. Kristinn Kjartansson
  2. Hákon Birkir Gunnarsson
  3. Bergsveinn Ingvar Friðbjörnsson

Opinn flokkur

  1. Bjarki Sigurðsson
  2. Ívar Már Halldórsson
  3. Baldvin Gunnarsson

Vélsleða Orkuspyrna Úrslit.

0-800cc

  1. Magni Kjartans
  2. Kristinn Kjartans

800+

  1. Beggi Friðbjörns
  2. Árni Freyr

Breyttir

  1. Freyr Aðalgeirs
  2. Maggi frá Ólafsfirði

Gamlir sleðar

  1. Spjóti
  2. Stebbi Þengils

Bonefight á Sled dogs Snjóskautum Úrslit.

BONEFIGHT MEN:

  1. Luca Dallago (AUT)
  2. Marco Dallago (AUT)
  3. Samuel Nadeau (CAN)

BONEFIGHT WOMEN:

  1. Eva María Karvelsdóttir (IS)
  2. April Mjoll Ornogan (IS)
  3. Erla Kolfinna Bjarnadóttir (IS)

BONEFIGHT JUMP:

  1. Ísak Andri Bjarnason (IS)
  2. Ingi Freyr Sveinbjörnsson (IS)
  3. Bjarki Rúnar Sigurðsson (IS)

Fjallahjólabrun Hjólreiðaklúbbs Akureyrar

Kvennaflokkur:

1.Elín Auður Ólafsdóttir.

Karlaflokkur:

  1. Helgi Berg Friðþjófsson
  2. Rúnar Theodórsson
  3. Alex Tausen Tryggvason

Snjóblak / Snow Volleyball Úrslit.

Kvennaflokkur:

1.Helga Guðrùn og Sólveig

2.Hólmfríđur og Sigrùn

3.Hugrún og Guđrìđur

Karlaflokkur:

1.Davíd og Hörtur

2.valgeir og Kristinn

3.Arnar og Þorvaldur

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó