Iceland Winter Games (IWG) hátíðin var haldin í Hlíðarfjalli dagana 23.-25. mars en um alþjóðlega vetraríþróttahátíð er að ræða. Keppendur komu víðsvegar að úr heiminum, meðal annars frá Kanada, Bandaríkjunum, Noregi, Ungverjalandi, Austurríki og fleiri Evrópu löndum.
Aðalviðburður á leikunum í ár var keppni á Snjóskautum eða Sled Dogs Snowskates sem nefnist Bonefight og er þetta er í fyrsta skipti sem keppt er í þessari íþrótt á Íslandi. Akureyringurinn Ingi Freyr Sveinbjörnsson sem byrjaði sinn feril á skautunum í Hlíðarfjalli var heimsmeistari í íþróttinni fyrir mótið um síðustu helgi.
Nýr heimsmeistari var krýndur í Hlíðarfjalli um helgina og það var annar Íslendingur sem tók titilinn Ísak Andri Bjarnason sem er ungur Akureyringur.
Margir af þeim keppendum sem eru að koma á IWG vegna Sled Dogs eru gríðarlega stór nöfn í skautaheiminum og þá sérstaklega hokkíi en Snjóskauta íþróttin er mjög vinsæl meðal hokkíleikmanna. Það var einmit íshokkíkona Akureyarbæjar árið 2017, Eva María Karvelsdóttir, sem sigraði keppnina í kvennaflokki.
Einnig var keppt í fjallahjólabruni í bröttustu brekku skíðasvæðisins, vélsleðaspyrnu og snjócrossi á vélsleðum. Þá var Íslandsmeistaramót í snjóblaki haldið í fyrsta skipti á Íslandi.
Hér að neðan eru úrslit úr keppnum helgarinnar á Icelandic Winter Games 2018.
Úrslit úr Vélsleða Snocrossi Team 23
Byrjendur
- Björgvin Valur Grant
- Guðmundur Hauksson
- Sverrir Örn Magnússon
Sport flokkur
- Kristinn Kjartansson
- Hákon Birkir Gunnarsson
- Bergsveinn Ingvar Friðbjörnsson
Opinn flokkur
- Bjarki Sigurðsson
- Ívar Már Halldórsson
- Baldvin Gunnarsson
Vélsleða Orkuspyrna Úrslit.
0-800cc
- Magni Kjartans
- Kristinn Kjartans
800+
- Beggi Friðbjörns
- Árni Freyr
Breyttir
- Freyr Aðalgeirs
- Maggi frá Ólafsfirði
Gamlir sleðar
- Spjóti
- Stebbi Þengils
Bonefight á Sled dogs Snjóskautum Úrslit.
BONEFIGHT MEN:
- Luca Dallago (AUT)
- Marco Dallago (AUT)
- Samuel Nadeau (CAN)
BONEFIGHT WOMEN:
- Eva María Karvelsdóttir (IS)
- April Mjoll Ornogan (IS)
- Erla Kolfinna Bjarnadóttir (IS)
BONEFIGHT JUMP:
- Ísak Andri Bjarnason (IS)
- Ingi Freyr Sveinbjörnsson (IS)
- Bjarki Rúnar Sigurðsson (IS)
Fjallahjólabrun Hjólreiðaklúbbs Akureyrar
Kvennaflokkur:
1.Elín Auður Ólafsdóttir.
Karlaflokkur:
- Helgi Berg Friðþjófsson
- Rúnar Theodórsson
- Alex Tausen Tryggvason
Snjóblak / Snow Volleyball Úrslit.
Kvennaflokkur:
1.Helga Guðrùn og Sólveig
2.Hólmfríđur og Sigrùn
3.Hugrún og Guđrìđur
Karlaflokkur:
1.Davíd og Hörtur
2.valgeir og Kristinn
3.Arnar og Þorvaldur
UMMÆLI