Interpol lýsir eftir Íslendingi vegna vopnaðs ráns og líkamsárásar

Interpol lýsir eftir Íslendingi vegna vopnaðs ráns og líkamsárásar


Alþjóðalögreglan Interpol hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ara Rúnarssyni vegna vopnaðs ráns og líkamsárásar (e. armed robbery and physical assault) sem átti sér stað á Akureyri í október 2017.  Héraðssaksóknari gaf út ákæru í ágúst síðastliðnum en Ari, sem er 27 ára, var farinn úr landi áður en hún var gefin út. Fréttablaðið greinir frá þessu í gær.

Ari, ásamt öðru manni, er gefið að sök að hafa veist að öðrum manni með ofbeldi við Nætursöluna við Strandgötu. Þá kýldu þeir manninn ítrekað í andlit og spörkuðu í fætur hans ásamt því að hóta honum og kærustu hans lífláti.

Honum er gefið að sök að hafa í félagi við annan mann veist að öðrum manni með ofbeldi, slegið hann með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlit og sparkað í fætur hans á bílaplani við Nætursöluna við Strandgötu. Svo segir í frétt Fréttablaðsins:

,,Þá eiga þeir tveir að hafa hótað að drepa manninn og grafa hann í holu úti í sveit. Að auki segir í ákæru að Ari hafi hótað að búta niður kærustu mannsins, skera hann á háls og stinga hníf upp í heila hans. Mennirnir tveir eru einnig sakaðir um að hafa tekið af hinum manninum úlpu, farsíma og fjögur þúsund krónur í reiðufé.“

 

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó