Ingvi Rafn framlengir við Þór

Mynd:Thorsport.is


Körfuknattleiksmaðurinn knái Ingvi Rafn Ingvarsson framlengdi í kvöld samning sinn við Þór og gildir samningurinn til eins árs.


Ingvi Rafn, sem er 23 ára bakvörður gekk til liðs við Þór fyrir síðasta tímabil en hann kom til félagsins frá Tindastóli.

Ingvi lék vel með Þór í vetur og lék alls 25 leiki og spilatími hans rúmar 26 mínútur í leik. Ingvi skoraði 9,3 stig að meðaltali í leik, tók 3,7 fráköst í leik og var með 3,4 stoðsendingar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó