Ingólfur og Óðinn taka við ritstjórn Nútímans

Ingólfur og Óðinn taka við ritstjórn Nútímans

Akureyringarnir Ingólfur Stefánsson og Óðinn Svan Óðinsson tóku í dag við ritstjórn vefmiðilsins Nútímans af Atla Fannari Bjarkasyni stofnanda vefsins.

Atli setti vefinn í loftið í ágúst árið 2014 en ákvað í sumar að selja hann. Auglýsingafyrirtækið Skyn keypti miðilinn í haust og mun sjá um reksturinn.

Ingólfur og Óðinn hafa báðir talsverða reynslu úr blaðamennsku. Þeir hófu báðir blaðamannaferil sinn hér á Kaffinu en Ingólfur mun áfram sitja í ritstjórn Kaffisins meðfram starfinu hjá Nútímanum. Þeir hafa báðir einnig starfað áður hjá Nútímanum og þá hefur Óðinn starfað sem blaðamaður hjá DV.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó