Ingi Þór Ágústsson, hjúkrunarfræðingur og sundþjálfari, er nýr þáttastjórnandi í Taktíkinni á N4. Fyrsti þáttur hans fór í loftið í gær, mánudaginn 28. mars.
Ingi Þór er fólki að góðu kunnur fyrir störf sín í íþrótta og ungmennafélagshreyfingunni í áratugi. Hann hefur unnið mikið með og fyrir héraðssambönd, setið í stjórn UMFÍ og situr í stjórn ÍSÍ, hefur verið sundþjálfari í yfir 25 ár og er núna yfirþjálfari sundfélagsins Óðins á Akureyri. Ingi Þór hefur einnig verið bæjarfulltrúi á Ísafirði og setið í stjórn Sundsambands Ísland. Röddina hefur hann svo ljáð í sjónvarpið við lýsingar á hinum ýmsum íþróttaviðburðum og þá aðallega frá sundkeppnum.
Fyrstu gestir í Taktkínni í gærkvöld voru þau Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs á Akureyri , Ásgerður Þorleifsdóttir, formaður Héraðssambands Vestfjarða (HSV) og Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR). Þau fóru vítt og breitt yfir íþróttir í landinu, hvaða áskoranir eru til staðar, hvernig gengur og spáðu í framtíðina. Gestir Inga Þórs í komandi þáttum verða af öllu landinu.
UMMÆLI