Ímynd – mynd

Ímynd – mynd

Grenndargralið dustar rykið af hugleiðingum Þorvaldar Þorsteinssonar um ungmennabækur og bókalestur sem birtust í Degi þann 27. mars árið 1981.

Sögubrot það er hér fylgir telst ekki til tímamótaverka í gerð íslenskra barnasagna. Aftur á móti er það dæmi um þá hryggilegu stefnu sem nú ríkir í barnabókagerð hér á landi.

Sögubrot Þorvaldar sem fylgdi með hugleiðingum hans

Ekki er langt síðan börn lásu bækur. Jafnskjótt og þau urðu þokkalega stautandi gátu þau sest með sögubók og lesið hana sér til ánægju. Þau hurfu inn í heim sögunnar, drógu upp myndir í huganum af persónum og umhverfi og sáu fyrir sér atburðarásina. Imyndunaraflið hjálpaði þeim þannig að njóta bókanna. Sumar myndirnar sem urðu til i litla kollinum gleymdust aldrei þeim er þær skóp. Þessar sögubækur byggðust nær eingöngu á textanum, — myndir voru aðeins ein og ein á stangli. Barnið þjálfaðist því nokkuð í lestri við hverja bók. Það æfðist í að lesa og skilja.

Á síðustu árum hefur mikil breyting orðið á. Bókaforlög sem eingöngu miða útgáfu sína við peningagróðann, æla yfir börnin Strumpum, Lukkulákum, Súpermönnum og alls kyns rusli sem engum er til gagns nema þeim er gróðann hirðir. Jafnvel fegurstu ævintýri og sögur eru ekki lengur gefin út nema með mjög takmörkuðum litlausum texta. Stórar litríkar myndir eru látnar sýna allt er áður var sagt og meira til. Þessar „bókmenntir“ eru nær algerlega ráðandi á barnabókamarkaðnum og varla finnst það barn serri ekki hrífst rhéð. Bæktir þessar eru auglýstar með miklum fyrirgangi, þær líta fallega út, eru í skærum litum og fullar af myndum sem segja nær allt er þarf. Hljóð fylgja með (sbr. dæmið sem hér fylgir). Þannig er allt lagt upp í hendur „lesarans“, — fyrirhöfnin verður engin. Hvers vegna ættu börnin ekki að hrífast með?

Skaðsemi þessarar ruslframleiðslu er margþætt.                                           

Myndirnar sjá til þess að nær óþarfi er að lesa bækurnar. Barninu nægir að skoða þær.

Sá litli texti sem finnst er lágkúrulegur og oft hrein vitleysa.

Barnið þarf aldrei að beita ímyndunaraflinu, allt er matreitt fyrir það. — Persónurnar og umhverfið lítur svona út og ekkert öðru vísi —. Teiknarinn afmarkar fyrirfram hugmyndir „lesarans“.

Ánægjan er oftast skammvinn. Hún varir aðeins á meðan bókin er skoðuð. Þegar því er lokið þarf að kaupa nýja.                                                     

Ekki er ástæða til að ætla annað en framleiðsla þessara bóka aukist enn frekar. Eftirspurnin sér til þess.

Hvers eiga börnin að gjalda?

Heimildir:

Grenndargralið

Þorvaldur Þorsteinsson. (1981, 27. mars). Ímynd – mynd. Dagur, bls. 3.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó