Gæludýr.is

IKEA lækkar verð um 10%

IKEA á Íslandi

Frá og með morg­un­deg­in­um lækk­ar allt verð á hús­búnaði í IKEA um 10% að meðaltali, sum­ar vör­ur lækka minna, aðrar meira. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá IKEA í dag. Samkvæmt tilkynningunni veita stöðugleiki og styrking krónunnar tækifæri til verðlækkana.

„Aðstæður hafa skap­ast und­an­far­in miss­eri til að lækka vöru­verð; stöðug­leiki í efna­hags­mál­um, styrk­ing krón­unn­ar og auk­in um­svif, ekki síst vegna gríðarlegr­ar aukn­ing­ar á ferðamönn­um til lands­ins,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Styrk­ing krón­unn­ar held­ur áfram og því hef­ur verið ákveðið að líta bjart­sýn­um aug­um til framtíðar og skila þess­ari styrk­ingu án taf­ar til viðskipta­vina. Það er von for­vars­manna IKEA að verðlækk­an­ir fyr­ir­tæk­is­ins hafi já­kvæð áhrif á áfram­hald­andi stöðug­leika og kaup­mátt lands­manna,“ segir jafnframt.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó