Frá og með morgundeginum lækkar allt verð á húsbúnaði í IKEA um 10% að meðaltali, sumar vörur lækka minna, aðrar meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá IKEA í dag. Samkvæmt tilkynningunni veita stöðugleiki og styrking krónunnar tækifæri til verðlækkana.
„Aðstæður hafa skapast undanfarin misseri til að lækka vöruverð; stöðugleiki í efnahagsmálum, styrking krónunnar og aukin umsvif, ekki síst vegna gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum til landsins,“ segir í tilkynningunni.
„Styrking krónunnar heldur áfram og því hefur verið ákveðið að líta bjartsýnum augum til framtíðar og skila þessari styrkingu án tafar til viðskiptavina. Það er von forvarsmanna IKEA að verðlækkanir fyrirtækisins hafi jákvæð áhrif á áframhaldandi stöðugleika og kaupmátt landsmanna,“ segir jafnframt.
UMMÆLI