Fjórir iðkendur úr Skíðafélagi Akureyrar tóku þátt á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem hefur verið í gangi í Erzurum í Tyrklandi undanfarna daga.
Katla Björg Dagbjartsdóttir náði ágætum árangri í alpagreinum. Á fyrsta keppnisdegi hafnaði hún í 33.sæti í stórsvigi og á þriðja keppnisdegi náði hún 18.sæti í svigi.
Snjóbrettakapparnir Tómas Orri Árnason og Bjarki Jarl Haraldsson kepptu á þriðja keppnisdegi og hafnaði Bjarki Jarl í 11.sæti en Tómas í því 16.
Skíðagöngukappinn Arnar Ólafsson hafnaði í 48.sæti í 7,5 km skíðagöngu á fyrsta keppnisdegi. Á öðrum keppnisdegi endaði hann í 51.sæti í 10 km skíðagöngu. Hann endaði svo á að keppa í sprettgöngu þar sem hann hafnaði í 58.sæti.
UMMÆLI