Icelandings Cast er nýtt hlaðvarp hjá Podcast Stúdíói Akureyrar þar sem erlendir íbúar á Íslandi ræða um málefni sem tengjast því að búa á Íslandi.
Sara Belova, umsjónarkona þáttarins, segir að hún hafi ákveðið að byrja með hlaðvarpið eftir að hún áttaði sig á því að margir erlendir íbúar á Íslandi eru týndir á mörgum sviðum á borð við skatta, heilbrigðisþjónustu, banka, lán og fjármál svo eitthvað sé nefnt.
Í fyrsta þætti hlaðvarpsins ræðir Sara við Rebekku Kristínu frá SSNE um það hvernig á að stofna fyrirtæki á Íslandi. Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Hlaðvörp á Kaffinu eru tekin upp í Podcast Stúdíói Akureyrar