Iceland opnar verslun á Akureyri á morgun

Iceland opnar verslun á Akureyri á morgun

Breska verslunarkeðjan Iceland sem Jóhannes Jónsson, betur þekktur sem Jóhannes í Bónus, stofnaði árið 2012 á Íslandi opnar á Akureyri á morgun.

Verslunin opnar þar sem 10-11 var til húsa í Kaupangi, en þeirri verslun hefur verið lokað. Þá hefur verslunarrýmið verið stækkað, en verslunin tekur líka yfir plássið þar sem Ísgerðin var áður til húsa.

Verslunin sem opnar kl 9 í fyrramálið, föstudag, er sú 7. í röð Iceland keðjunnar á Íslandi. En fyrir eru fjórar verslanir eru í Reykjavík, ein í Hafnarfirði og ein í Keflavík

Sambíó

UMMÆLI