Iceland Airwaves verður aftur á Akureyri árið 2018

Hljómsveitin Mammút spilar í Hofi á Iceland Airwaves hátíðinni

Iceland Airwaces hátíðin var á dögunum haldin í fyrsta skipti á Akureyri. Grímur Atlason framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir að allt hafi gengið eins og í sögu. Nú hefur verið staðfest að hátíðin mun aftur fara fram á Akureyri að ári.

Hátíðin verður haldin í 20. skipti dagana 7. til 10. nóvember 2018 í Reykjavík og Akureyri. Í kringum 200 atriði innlendra og erlendra tónlistarmanna munu koma fram á hátíðinni á hinum ýmsu stöðum. Sérstakir afmælistónleikar verða haldnir á lokadegi hátíðarinnar.

Hægt verður að kaupa miða á alla viðburði í Reykjavík annað hvort með eða án sérstakra lokatónleika í tilefni af 20. hátíðinni. Auk þess eru til sölu miða á Iceland Airwaves á Akureyri – með eða án lokakvöldsins í Reykjavík.

Early bird Reykjavík án afmælisviðburðar: 14.900 kr. – takmarkað magn í boði
Early bird Reykjavík auk afmælisviðburðar: 21.900 kr. – takmarkað magn í boði

Early bird Akureyri (8. og 9. nóvember): 7.900 kr. – takmarkað magn í boði
Early bird Akureyri og 10. nóvember í Reykjavík auk afmælisviðburðar : 14.900 kr. – takmarkað magn í boði.

Pakkasala Icelandair hefst 22. nóvember og pakkasala Air Iceland Connect hefst 1. desember.

Fyrstu atriðin sem koma fram á hátíðinni verða kynnt fljótlega eftir áramót.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó