Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.548 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2023 til 1. desember 2024 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 781 íbúa. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 183 íbúa, í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.022 íbúa og í Sveitarfélaginu Árborg fjölgaði um 516 íbúa.
Á öllu Norðurlandi eystra fjölgar um 432, frá 1. desember 2023 til 1. desember 2024.
Þegar horft er til hlutfallslegrar breytingar á íbúafjölda þá hefur íbúum Skorradalshrepps fjölgað hlutfallslega mest frá 1. desember 2023 um 33,9% en íbúum þar fjölgaði um 20 íbúa. Hlutfallslega fjölgaði íbúum næst mest í Vesturbyggð eða 20,4% en sveitarfélagið sameinaðist Tálknafjarðarhreppi. Af 62 núverandi sveitarfélögum þá fækkaði íbúum í 6 sveitarfélögum en fjölgaði eða stóð í stað í 56 sveitarfélögum. Upplýsingar koma frá Þjóðskrá.
Hægt er að skoða tölur frá Þjóðskrá með því að opna þessa skrá, opna þarf skrána með Excel eða Google Sheets til dæmis.
UMMÆLI