Íbúum á Akureyri fjölgaði um tæplega 300 á milli ára

Samkvæmt talningu hjá íbúaskrá voru íbúar bæjarins þann 1. janúar sl. 18.786 en voru 18.488 á sama tíma í fyrra, sem gerir þetta að mestu fjölgun síðan milli áranna 2004-2005 , eða tæplega 300 manns á milli ára. Íbúafjölgun á Akureyri hefur tekið kipp eftir frekar hæga fjölgun undanfarin ár.

„Við fögnum allri fjölgun íbúa. Það er samt mikilvægt að íbúafjölgunin sé sem jöfnust og gefi okkur tækifæri til að aðlaga innviðina að henni. Mikil fjölgun íbúa, sérstaklega þeirra yngri getur kallað á tímabundnar þrengingar, t.d. í þjónustu við leikskólabörn. En það er ánægjulegt verkefni sem kallar á þolinmæði allra sem að koma,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri.

Aðspurður hver ástæðan á þessari fjölgun væri, segir Eiríkur vera erfitt að útskýra. „En ég vil þakka það stöðugleika og góðu atvinnuástandi, öruggu samfélagi og sterkum innviðum.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó