NTC

Íbúum Akureyrar fjölgað um 183

Íbúum Akureyrar fjölgað um 183

Nýjar tölur frá Þjóðskrá um íbúafjölda sveitarfélaga sýna að Akureyringum hefur fjölgað um 183 á tímabilinu 1. desember 2023 til 1. september 2024. Íbúum fjölgaði um 0,9 prósent og um síðastliðin mánaðarmót voru 20,383 íbúar skráðir með lögheimili á Akureyri.

Á Norðurlandi eystar fjölgaði íbúum mest í Hörgársveit og í Þingeyjarsveit. Meðaltals fjölgun á Norðurlandi eystra er 1 prósent og á landinu öllu um 2 prósent.

Fyrir þau sem hafa gaman af því að rýna í tölurnar má nálgast upplýsingar Þjóðskrár hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó