Íbúðaverð á Akureyri aldrei verið hærra

Mynd: visitakureyri.is

Raunverð á fermetra í fjölbýli á Akureyri hefur aldrei verið jafn hátt. Þetta kemur til vegna fjölgun íbúa, góðs efnahagsástands og mikilli eftirspurn eftir leiguíbúðum. Raunverðið var um 330 þúsund á þriðja fjórðungi 2017 sem er um 35 þúsund krónum meira en 2006 og 2007 á föstu verðlagi.

Þetta kem­ur fram í grein­ingu Magnús­ar Árna Skúla­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Reykja­vík Economics, fyr­ir Íslands­banka, sem um er fjallað í Morg­un­blaðinu í dag.

Magnús Árni seg­ir meg­inþorra kaup­samn­inga á Ak­ur­eyri hafa verið und­ir 35 millj­ón­um króna á tíma­bil­inu frá apríl 2016 til mars 2017, eða 76% kaup­samn­inga. Það sé mun hag­stæðara verð en til dæm­is á höfuðborg­ar­svæðinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó