Íbúar í Hrísey ósáttir vegna brunarústa

Íbúar í Hrísey ósáttir vegna brunarústa

Íbúar í Hrísey vilja losna við brunarústir eftir brunann í Hrísey Seafood í síðasta mánuði. Hríseyingar eru ekki sáttir með að brunarústirnar hafi enn ekki verið hreinsaðar. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Tæpur mánuður er liðinn frá brunanum og enn hefur ekki verið lokið við að hreinsa til eftir brunann.

Linda María Ásgeirsdóttir, íbúi í Hrísey, segir í samtali við RÚV að bruninn hafi verið nógu erfiður fyrir íbúa þótt rústirnar blasi ekki við um lengri tíma. Það sé hræðileg lykt sem fari ekkert fyrr en það er búið að hreinsa til.

Linda segist efast um að ef að þetta hefði komið fyrir annarsstaðar, til dæmis miðsvæðis í einhverju bæjarfélagi á fasta landinu, þá væri þetta ekki svona í dag.

Björk Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri tjónaþjónustu hjá TM tryggingum, segir í skriflegu svari til RÚV að unnið sé að hreinsun. Hún hafi tekið langan tíma þar sem hluti þess sem brann hafi verið tryggður en hluti ekki. Stefnt sé að því að ljúka hreinsun á næstu vikum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó