Í tilkynningu sem Fjallabyggð sendi frá sér í gær eru íbúar á Siglufirði beðnir um að sjóða neysluvatn. Heilsueftirlit norðurlands vestra tók sýni þann 12 júlí þar sem E. coli baktería hafði greinst í vatninu í einu húsi bæjarins. Einnig segir í tilkynningunni:
Í samræmi við samræmdar leiðbeiningar stjórnvalda eru neytendur upplýstir um málið, en Heilbrigðiseftirlitið hefur þegar tekið fleiri sýni m.a. á Heilbrigðisstofnun Norðurlands til þess að staðfesta og fá nánari hugmynd um umfang mengunarinnar.
Í samræmi við 14. gr. reglugerðar um neysluvatn nr. 536/2001, ráðleggur Heilbrigðiseftirlitið í varúðarskyni að neysluvatnið á Siglufirði, sé soðið fyrir neyslu.
Fjallabyggð vill koma því á framfæri að allt neysluvatn á Siglufirði er geislað. Geislatæki hefur verið yfirfarið og ekkert athugavert kom fram við þá skoðun sem gæti skýrt mengun sé hún til staðar í vatnsveitu.
UMMÆLI