Hvernig er hægt að minnka kolefnissporið sitt?

Hvernig er hægt að minnka kolefnissporið sitt?

Elín Ósk Arnardóttir skrifar:

Nú eru umhverfismál mikið í umræðunni enda er ljóst að við þurfum að gera einhverjar breytingar. Margar þjóðir lifa eins og gjörðir þeirra hafi engar afleiðingar og erum við Íslendingar þeirra á meðal. Sem betur fer er að verða vitundarvakning og fólk vill leggja sitt af mörkum til að lifa umhverfisvænna lífi. Því miður eru ekki til almennar ráðleggingar eins og landlæknir gefur út um mataræði og hreyfingu og þess vegna eru margir týndir í þessum málum. Þeir vilja gera eitthvað en vita kannski ekki hverju þarf að breyta. Hér eru nokkrir punktar sem leiða til umhverfisvænni lífstíls. Það er óraunhæft að ætla tileinka sér þá alla á einum degi en með tíma og þolinmæði er hægt að flétta þessar venjur inn í líf sitt.

  • draga úr keyrslu
  • velja frekar rafbíl
  • hjóla/ganga milli staða
  • draga úr löngum ferðalögum og vera meðvituð um áhrif ferðalaga
  • fara frekar sjaldnar í ferðalög en stoppa lengur
  • stilla neyslunni í hóf
  • kaupa notaða hluti
  • minnka matarsóun
  • takmarka notkun á einnota hlutum
  • endurvinna pappír, plast, ál, fernur, vax, batterí, raftæki, olíu
  • fara frekar í sturtu en bað. Ef þú elskar að liggja í heitu vatni, skelltu þér þá í sund í heita pottinn
  • velja vörur sem eru ekki með óþarfa miklar umbúðir 
  • velja umhverfisvottaðar vörur
  • kaupa staðbundnar vörur
  • borða grænmetisrétt 2x-3x í viku
  • slökkva á raftækjum þegar þau eru ekki í notkun
  • hengja þvott á snúruna í stað þess að nota þurrkarann
  • planta trjám
  • vera með moltu
  • sameina bílferðir
  • slökkva ljós þegar þú yfirgefur herbergi/hús
  • nota margnota innkaupapoka
  • nota margnota poka fyrir ávexti og grænmeti
  • velja taubleiur fyrir barnið þitt
  • ekki henda gömlum hlutum, seldu eða gefðu. Ef þeir eru illa farnir er hægt að reyna endurvinna þá
  • sleppa röri á veitingastöðum, taka bara eina servíettu o.sv.frv.
  • borða sjaldan á veitingastöðum og forðast að fá sér ,,take-out“
  • nota nestisbox í staðinn fyrir litla plastpoka/álpappír
  • óska eftir því að fá ekki ruslpóst
  • rækta eigin grænmeti, kryddjurtir, kartöflur, ber o.fl.
  • vera með vatnsflösku úr stáli með sér
  • drekka kaffið heima eða vera með eigið kaffimál til að nota á kaffihúsum
  • nota matvælaumbúðir úr gleri, margnota plasti eða umbúðum úr býflugnavaxi
  • kaupa sápustykki í stað fljótandi sápu
  • fara með eigin ílát í kjötbúðir, fiskbúðir og ísbúðir
  • kaupa sjampókubb í staðinn fyrir fljótandi sjampó
  • vera meðvituð um notkun heimilisraftækja (þvottavél, ofn, eldavél, uppþvottavél o.fl.) og nýta þau vel þannig að við setjum ekki hálfa vél í gang o.sv.frv.

Allt telur! Margt smátt gerir eitt stórt.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó