Hverjir eru oddvitar í Norðausturkjördæmi?

Línur eru farnar að skýrast í prófkjöri flokkanna í Norðausturkjördæmi og komin ágætis mynd á hverjir munu leiða listana fyrir komandi kosningar núna í október. Margir flokkanna halda sömu oddvitum og fyrir síðustu kosningar í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir oddviti Framsóknarflokksins í kjördæminu er eina konan sem er í oddvitasæti. Hér að neðan má sjá lista yfir þá oddvita sem staðfestir eru.


Kristján Þór Júlíusson.

Kristján Þór Júlíusson – Sjálfstæðisflokkurinn
Hefur setið á þingi í nokkur ár, fyrst sem Heilbrigðisráðherra og nú síðast sem Menntamálaráðherra.


Logi Már Einarsson.

Logi Már Einarsson – Samfylkingin
Komst inn á þing í síðustu kosningum og var gerður að formanni Samfylkingarinnar því þáverandi formaður datt út af þingi.


Einar Brynjólfsson.

Einar Brynjólfsson – Píratar
Komst inn á þing í síðustu kosningum.


Benedikt Jóhannesson.

Benedikt Jóhannesson – Viðreisn
Komst inn í nýju framboði Viðreisnar í síðustu kosningum og gegndi embætti Fjármálaráðherra.


 

Arngrímur Viðar Ásgeirsson.

Arngrímur Viðar Ásgeirsson – Björt Framtíð 
Sat í þriðja sæti á lista Bjartrar Framtíðar í Norðausturkjördæmi í síðustu kosningum.


Þorsteinn Bergsson. Mynd: vikudagur.is

Þorsteinn Bergsson – Alþýðufylkingin
Alþýðufylkingin náði engum þingmanni inn á Alþingi í síðustu kosningum.


Halldór Gunnarsson.

Sr. Halldór Gunnarsson – Flokkur Fólksins


Þórunn Egilsdóttir – Framsókn
Var fimmti þingmaður NA-kjördæmis eftir síðustu kosningar.


Steingrímur J. Sigfússon – Vinstri grænir


Sigmundur Davíð Gunnlaugsson – Miðflokkurinn


Eftirfarandi flokkar hafa ekki enn gefið upp hver mun leiða listann í NA-Kjördæmi:

Íslenska Þjóðfylkingin

Stjórnmálaflokkurinn Dögun mun hins vegar ekki bjóða fram á landsvísu.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó