NTC

Hver Íslendingur hendir 62 kílóum af mat á ári

Allt of mikið af mat endar í ruslinu

Allt of mikið af mat endar í ruslinu


Umhverfisstofnun birti í vikunni afar merkilega rannsókn á umfangi matarsóunar á Íslandi. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi.

Umhverfisstofnun vann rannsóknina árið 2016 og hlaut til þess fjárstuðning frá Evrópusambandinu og umhverfis– og auðlindaráðuneytinu, auk þess sem Hagstofa Íslands veitti faglega aðstoð.

Samkvæmt niðurstöðum úr heimilishluta rannsóknarinnar hendir hver íbúi hér á landi að meðaltali 23 kg af nýtanlegum mat á ári, 39 kg af ónýtanlegum mat og hellir niður 22 kg af matarolíu og fitu og 199 kg af drykkjum.

Ekki er marktækur munur á sóun landsmanna eftir því hvort þeir búa á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Ef horft er til annarra Evrópulanda kemur í ljós að sóun á nýtanlegum og ónýtanlegum mat er á svipuðu róli hér á landi.

VG

UMMÆLI