Fyrir mörgum íslendingum fá jólin ekki að koma fyrr en búið er að gæða sér á kæstri skötu á Þorláksmessu. Það sem sker hins vegar í leikinn er að ekki stendur alltaf til boða að halda skötuveislu á eigin heimili, sérstaklega ef makar, börn eða meðleigjendur eru viðkvæmir fyrir lyktinni.
Við á Kaffinu höfum því tekið saman þá veitingastaði á Akureyri sem munu bjóða upp á skötuhlaðborð þessa Þorláksmessuna. Hugsanlegt er að lesendur verði við heimkomu látnir skipta um föt úti á svölum af sambýlisfólki sínu, en hvað leggur maður ekki á sig fyrir góða skötu?
Hér að neðan er listi af þeim veitingastöðum sem gefið hafa út að skata verði í boði á Þorláksmessu. Fréttin verður uppfærð eftir því sem upplýsingar berast. Hafa ber í huga að á mörgum stöðum gæti þurft að panta borð með góðum fyrirvara.
Bautinn
Skötuhlaðborð Bautans verður allan daginn og jafnvel fram á kvöld á Þorláksmessu.
Greifinn
Skötu- og fiskihlaðborð verður á Greifanum um hádegið á Þorláksmessu.
Múlaberg
Skötuhlaðborð verður á Múlabergi frá klukkan 11:30 til 14:30 á Þorláksmessu.
Strikið
Skötuhlaðborð verður á Strikinu í hádeginu á Þorláksmessu, frá 12:00 til 14:00
Eyr
Á veitingastaðnum Eyr verður skötuveisla á Þorláksmessu milli klukkan 11:30 og 14:00.
Lyst
Þeir sem ekki kæra sig um kæsta skötu en vilja þó taka þátt í skötuhefðinni geta gætt sér á ferskri skötu og fiskisúpu á LYST í Lystigarðinum klukkan 11:30 á Þorláksmessu
UMMÆLI