Akureyrarbær hvetur alla Akureyringa sem hafa eitthvað um skipulagsmál bæjarins að segja að mæta á komandi fundi. Bærinn stendur fyrir fundum sem eru opnir öllum með yfirskriftinni: Hefur þú áhuga á skipulagsmálum í bænum?
Hér að neðan má sjá dagskrá yfir fundina, hvenær þeir verða og hvar.
Hvar eigum við að byggja og hvar ekki?
Mannfjöldi og húsnæðismál, þétting byggðar, verndun húsa og hverfahluta, íþróttasvæði.
Fundur um þróun byggðar fimmtudaginn 7. desember kl. 17.00-18.30 í Hofi.
Hvar eigum við að njóta útivistar?
Útivistarsvæði, græni trefillinn, Glerárdalur og Hlíðarfjall, grafreitir í Naustaborgum.
Fundur um umhverfi og útivist fimmtudaginn 14. desember kl. 17.00-18.30 í Ketilhúsinu, Kaupvangsstræti 8.
Hvað með atvinnulífið?
Staðsetning og svæði fyrir atvinnu, iðnað, verslun og þjónustu, flutningskerfi raforku, ferðaþjónusta, flugsamgöngur, hafnasvæði.
Fundur um samgöngur og atvinnulíf fimmtudaginn 4. janúar kl. 17.00-18.30 í Ketilhúsinu, Kaupvangsstræti 8.
Grímsey og Hrísey
Kynningarfundur var haldinn í Grímsey miðvikudaginn 6. desember kl. 13.45 og næst í Múla og í Hrísey þriðjudaginn 12. desember kl. 16.00 í Hlein.
Þú getur fundið viðburðinn hér.
UMMÆLI