Hvanndalsbræður með veislu í heila viku á Græna Hattinum

Hvanndalsbræður með veislu í heila viku á Græna Hattinum

Þann 25. maí næstkomandi mega barir og tónleikastaðir opna á ný eftir tilslakanir á samkomubanni. Hljómsveitin Hvanndalsbræður ætlar að ríða á vaðið á Græna Hattinum strax það mánudagskvöld. Þeir munu í kjölfarið halda tónleika á hverju kvöldi frá 25. maí til 31. maí eða alls sjö tónleika á sjö kvöldum.

Um afar takmarkað magn miða er að ræða á hverja tónleika svo að fólk fái sitt svigrúm og að fyrirmælum yfirvalda sé fylgt í hvívetna.

Hljómsveitin Hvanndalsbræður vinnur nú að áttundu hljómplötu sinni og fer í hljóðver í júní til að taka upp plötuna. Nýtt efni er því á leiðinni frá hljómsveitinni sem gestir Græna Hattins fá að heyra sýnishorn á komandi tónleikum.

Allir tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og standa til 23.00. Húsið opnar kl. 20.00 og er miðasala hafin á tix.is og graenihatturinn.is

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó