Hvalaskoðun til styrktar Fjölsmiðjunni

midnight-sunÁ laugardaginn klukkan 13:00 mun Ambassador bjóða upp á hvalaskoðunarferð til styrktar Fjölsmiðjunni á Akureyri. Lagt verður af stað frá Torfunesbryggju klukkan 13:00 og heimkoma áætluð um 16:00.

Það mun kosta 4000 krónur fyrir fullorðna og 2000 fyrir 15 ára og yngri en allur ágóði mun renna óskiptur til Fjölsmiðjunnar.

Starfsemi Fjölsmiðjunnar snýst um að hjálpa ungu fólki, 16-24 ára, sem stendur á krossgötum í lífinu. Þar gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða nám. Starfið er fjölbreytt en þar er m.a. rekin verslun með notuð húsgögn, sala á mat, bílaþvottastöð og tölvuviðgerðir.

Mikil eftirspurn hefur verið í hvalaskoðun í sumar enda mikið af hval í Eyjafirði. Í 99% tilfella af ferðum hjá Ambassador síðan í júní 2013 hefur sést í hvali þannig miklar líkur eru á að ferðin muni reynast vel og fólk fái að kynnast þessum mögnuðu skepnum með eigin augum.

Sjá einnig: Ótrúlegt myndband úr hvalaskoðun í Eyjafirði

 

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó