Hvalaleiðsögn verður kennd í Framhaldsskólanum á Húsavík

Fulltrúar stofnananna. Mynd: 640.is

Fulltrúar frá Framhaldsskólanum á Húsavík skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu við fulltrúa allra hvalaskoðunar fyrirtækja á Húsavík og fulltrúa frá Þekkingarneti Þingeyinga um þátttöku í samstarfi sem hefur að markmiði að koma á fót námsmöguleika fyrir starfsfólk í hvalaskoðun.

Hundruðir þúsunda ferðamanna streyma til Húsavíkur á hverju ári og er hvalaskoðun helsta aðdráttarafl staðarins.

Námsúrræðið yrði sniðið sem valfag/fög sem yrði kennt samhliða stúdentsbrautum skólans. Einnig yrði boðið upp á sjálfstæða námsleið fyrir fullorðna.

Nemendur myndu þannig öðlast þá þekkingu á grunnþáttum sem hvalaskoðunarfyrirtækin sameinast um að séu nauðsynlegir. Náminu er ætlað að auka líkur á að heimafólk taki að sér störf við hvalaskoðun og þá sérstaklega ungmenni í leit að árstíðarbundnum störfum.

Í fréttatilkynningu segir að stefnt sé að þátttöku Ferðamálastofu í verkefninu. Leitað verður eftir viðurkenningu bæði samstarfsfyrirtækjanna og Ferðamálastofu á verkefninu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó