NTC

Hvað verður um miðbæinn í nýju aðalskipulagi? Fundur í Hofi í dag

Skipulag miðbæjarins á Akureyri hefur verið á margra vörum síðastliðna mánuði. Ýmsar framkvæmdir eru þegar hafnar en stefnt er á að fleiri munu hefjast á næstu árum.
Aðalskipulag Akureyrar frá árinu 2018-2030 er í vinnslu og drögin eru orðin aðgengileg almenningi á heimasíðu Akureyrarbæjar. Í dag, þriðjudaginn 28. mars kl. 17.00, verður kynningarfundur á þessum fyrirhuguðu breytingum haldinn í Hofi, þar sem Dr. Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri skipulagssviðs og höfundur aðalskipulagsins mun fara yfir helstu áherslur þess.

Bjarki kynnti fundinn m.a. í facebook hópnum Miðbærinn þar sem hann birti eftirfarandi færslu:

Hvað verður um miðbæinn í nýju aðalskipulagi Akureyrar? Verður hann stækkaður? Á hluta svæðisins er elsti hluti byggðar á Akureyri. Í skipulaginu segir að halda skuli yfirbragði hans og nýbyggingar, og breytingar einstakra húsa skulu vera í samræmi við aðliggjandi húsaraðir. Verða þessar húsaraðir kannski hverfisverndaðar? Það færðu að vita á kynningarfundi um aðalskipulagið í Hofi á þriðjudaginn kl. 17.

Kaffið mætir á fundinn og mun upplýsa þá sem ekki komast um innihald hans. Aðra hvetjum við eindregið til þess að mæta, þetta varðar okkur öll.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó