NTC

Hvað varð um leikstjórann á Akureyri sem lék í James Bond?

Hvað varð um leikstjórann á Akureyri sem lék í James Bond?

James Bond er kominn í bíó – í 25. skipti. Hetjan 007 birtist fyrst á hvíta tjaldinu árið 1962 svo framundan er virðulegt stórafmæli hjá hinum síunga njósnara hennar hátignar. Líklega er á fárra vitorði sú skemmtilega staðreynd að fyrrverandi leikara og leikstjóra hjá Leikfélagi Akureyrar má sjá bregða fyrir í Bond-mynd, þeirri átjándu í röðinni.

James Bond hefur ferðast víða á þeim tæpu 60 árum sem liðin eru frá frumraun Sean Connery í Dr. No. Þó breskur sé og starfsmaður MI6 er Bond fyrir löngu orðinn alþjóðlegur og almenningseign. Elskaður og dáður á Íslandi og Íslandsvinur í huga sumra eftir að hafa barist við illmenni á Íslandi í myndunum A Wiew to a Kill frá árinu 1985 og Die Another Day frá 2002. En eins og áðurnefnd fullyrðing gefur til kynna eru Íslandstengingarnar víðar.

Pierce Brosnan fer með hlutverk James Bond í myndinni Tomorrow Never Dies frá árinu 1997. Í einu atriðanna ræðir M – leikin af Judi Dench – við aðmírálinn Roebuck og skipherra fylgist með samtali þeirra tveggja án þess að mæla orð af munni. Skipherrann er í svo agnarsmáu hlutverki og vel falinn að hann minnir einna helst á sögupersónu í bókunum Hvar er Valli. Með hlutverk skipherrans fer Íslandsvinur sem starfaði með leikurum á Akureyri fyrir margt löngu. Grenndargralinu leikur forvitni á að vita hvað varð um þennan fyrrverandi leikstjóra hjá LA? Litlar upplýsingar er að finna um hann á netinu. Hvar er Valli? Er hann lífs eða liðinn?

Meira um málið á www.grenndargral.is.

Sambíó

UMMÆLI