Gæludýr.is

Hvað þarf til að ná árangri?

Hvað þarf til að ná árangri?

Sigurður Ragnar Eyjólfsson íþróttafræðingur með mastersgráðu í íþróttasálfræði verður með einstakan fyrirlestur fyrir iðkendur og foreldra barna á Norðurlandi. Aðgangur er ókeypis og eru öll börn og foreldrar hvattir til að mæta, sama í hvaða íþrótt þau eru.

Fyrirlestrarnir verða tveir. Annars vegar fyrir iðkendur kl. 17:00 – 17:50 og ber hann yfirskriftina, Hvað þarf til að ná árangri?
Kl. 18:00 – 19:00 verður fyrirlestur fyrir foreldra sem ber yfirskriftina, Hvernig hjálpum við börnunum okkar að ná árangri í íþróttum?

Sigurður Ragnar var fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands í 12 ár, þjálfaði A-landslið kvenna í knattspyrnu í 7 ár og fór með landsliðið tvisvar í úrslitakeppni EM. Hann kom jafnframt A-landsliði kvenna hjá Kína í úrslitakeppni HM.Sigurður hefur lokið UEFA Pro þjálfaranámi frá enska knattspyrnusambandinu og þjálfaði í 2 ár í atvinnumennsku hjá karlaliði Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Fyrirlestrarnir fara fram í Háskólanum á Akureyri miðvikudaginn 28. nóvember. Sjá nánar hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó