NTC

Húsasmiðjan lokar á Dalvík og Húsavík

Húsasmiðjan lokar á Dalvík og Húsavík

Húsasmiðjan lokar verslunum sínum á Dalvík og Húsavík um næstu áramót. Rekstur þeirra sameinast í nýja verslun sem er í byggingu á Akureyri. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Húsasmiðjunni að á Akureyri mun opna ein glæsilegasta byggingavöruverslun landsins og verður hún þjónustumiðstöð Húsasmiðjunnar fyrir Norðurland. Nýja verslunin verður opnuð við Freyjunes á Akureyri fyrri hluta næsta árs. Þá hefur öllum fastráðnum starfsmönnum á Dalvík og Húsavík verið boðið starf í nýju versluninni.

,,Við hjá Húsasmiðjunni höfum átt mjög gott samband við viðskiptavini okkar á Húsavík og Dalvík um árabil og er þessi ákvörðun, okkur þungbær.  Við munum þrátt fyrir þessa breytingu kappkosta að þjónusta viðskiptavini á Norðurlandi vel, þar á meðal á Dalvík og Húsavík. Jafnframt mun söluskrifstofa verða opnuð á Húsavík í upphafi næsta árs með ráðgjöf fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki.“ segir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar.

Fram kemur í tilkynningunni að rekstrargrundvöllur á Dalvík og Húsavík hafi reynst þungur undanfarin ár þrátt fyrir veljvilja bæði heimamanna og fyrirtækisins. Hörð samkeppni, aukin vefverslun og fleiri breytingar á markaði hafa gert það að verkum að rekstur byggingarvöruverslana og timbursölu á sér ekki grundvöll á þessum stöðum.

VG

UMMÆLI

Sambíó